Harvey liggur þungt haldinn

Katie Price ásamt börnunum sínum, Princess, Harvey og Junior.
Katie Price ásamt börnunum sínum, Princess, Harvey og Junior. Skjáskot/Instagram

Sonur glamúrfyrirsætunnar Katie Price, Harvey, liggur þungt haldinn á spítala. Katie er sögð vera í öngum sínum og fær ekki að vera hjá honum yfir nótt þar sem strangar takmarkanir gilda vegna kórónuveirunnar. Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem hann hefur þurft að leggjast inn á spítala. Um helgina var hann lagður inn á gjörgæsludeild eftir að hafa mælst með 42 stiga hita. 

Harvey fagnaði átján ára afmæli í maí en hann fæddist með sjaldgæft heilkenni sem nefnist Prader-Willi Syndrome. Þá er hann líka með mikla sjónskerðingu, einhverfu, sykursýki og vanvirkan skjaldkirtil. Price átti Harvey með fótboltakappanum Dwight York en hann hefur aldrei komið nálægt uppeldinu. 

View this post on Instagram

Happy Birthday to my Harvey Price. What a journey the last 18 years have been. ⁣ ⁣ You’ve defied all the odds and proven that you will not let your disabilities stop you. ⁣ ⁣ They said you’d never be able to read, but you love reading to your younger brothers and sisters.⁣ ⁣ Your talent has no boundaries with your artwork on public display at Gatwick airport, designed your own greeting cards for Anna Kennedy Online and raising funds for the NHS by designing your own T-shirt.⁣ ⁣ You light up a room with your unique humour and you have everybody in stitches.⁣ ⁣ You keep me entertained with your diverse taste in music and keyboard skills, from Beethoven to Queen.⁣ ⁣ Harvey Price, you make me so proud every single day.⁣ ⁣ Mum x

A post shared by Katie Price (@katieprice) on May 27, 2020 at 2:05am PDT

mbl.is