Greifynjan fær ekki lengur ríkisstyrki

Alexandra og Jóakim hafa verið skilin í 16 ár.
Alexandra og Jóakim hafa verið skilin í 16 ár. THOMAS BORBERG
Nú þegar Felix prins yngri sonur Alexandru greifynju og Jóakims Danaprins er orðinn átján ára fær greifynjan ekki lengur ríkisstyrki upp á 2,6 milljónir danskra króna á ári. Alexandra og Jóakim skildu árið 2004.
Mikið hafði verið deilt um það hvort réttlætanlegt væri að hún þæði styrki frá ríkinu sérstaklega eftir að hún giftist á ný og svo skildi við seinni eiginmann sinn. Árið 2017 var hins vegar samkomulag gert að Alexandra hlyti þennan ríkisstyrk þar til yngri sonurinn Felix yrði átján ára.
Mögulegt er þó að endurskoða þessa ákvörðun og veita henni áframhaldandi styrki síðar meir. Hún hefur hins vegar afþakkað þá á meðan hún er fær til þess að vinna en í maí síðastliðnum hóf hún störf hjá Bang & Olufsen.
Hjónin fyrrverandi eru ánægð með synina sem virðast standa sig …
Hjónin fyrrverandi eru ánægð með synina sem virðast standa sig vel í lífinu. Skjáskot/Instagram.
mbl.is