Fyrr að sofa þýðir meiri svefn

Að fara snemma að sofa gerir öllum gott.
Að fara snemma að sofa gerir öllum gott. Unsplash.com Tara Raye

Það virkar sjaldnast að halda börnum vakandi frameftir kvöldi til þess að fá þau til að sofa út daginn eftir. Þetta þekkja foreldrar og ný rannsókn staðfestir þetta en rannsakendur í Háskólanum í Virginíu segja að því fyrr sem börn fara að sofa, þeim mun lengur sofa þau. 

Umrædd rannsókn tók til 24 ungra barna þar sem svefnmynstur þeirra var skoðað. Börnin voru allt að 24 vikna gömul á meðan á rannsókninni stóð. Í ljós komu skýr tengsl á milli þess að láta barnið fara snemma að sofa og lengd svefns. Þá kom einnig í ljós að börnin bættu ekki upp tapaðan svefn með því að fara seinna að sofa, heldur vöknuðu þau áfram á sama tíma daginn eftir óháð því hvenær þau fóru að sofa.

Fyrir hvern klukkutíma sem háttatímanum var ýtt aftur, sváfu börnin aðeins átta mínútum lengur og sváfu verr og vöknuðu oftar yfir nóttina. 

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því ótvírætt fram á kosti þess að börn fari að sofa á tíma sem hentar aldri þeirra. Þannig megi tryggja langan og góðan nætursvefn. Þá komu í ljós mikilvægi þess að hafa góða kvöldrútínu þar sem allt áreiti er í lágmarki áður en farið er að sofa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert