Alba setur grímur á börnin

Jessica Alba leggur mikla áherslu að vera með grímur öllum …
Jessica Alba leggur mikla áherslu að vera með grímur öllum stundum. Svo heppilega vill til að fyrirtæki hennar Honest selur grímur. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jessica Alba dreif fjölskylduna í frí til Wyoming sem hún segir vera töfrandi stað. Alba er þriggja barna móðir og lagði áherslu að allir væru með grímur, ungir sem aldnir. Þó viðurkenndi hún að það væri oft erfitt að sannfæra yngsta barnið sem er tveggja og hálfs árs að vera með grímuna. En allt væri þess virði. Hún yrði að vernda börn sín sem og aðra.

mbl.is