Vildi ekki takast á við móðurmissinn

Micheál ásamt móður sinni og bróður.
Micheál ásamt móður sinni og bróður. Skjáskot

Micheál Richardson segist enn ekki skilja það að fullu að móðir hans sé fallin frá. Móðir hans var leikkonan Natasha Richardson sem lést eftir að hafa hlotið höfuðáverka á skíðum árið 2009. 

Richardson var þrettán ára þegar móðir hans lést. Í viðtali við Vanity Fair segist Richardson ekki hafa tekist á við dauðsfallið á sínum tíma og hann sé enn að vinna úr missinum ellefu árum síðar. 

„Ég held að sársaukinn hafi verið aðeins of yfirþyrmandi. Ég held að hugurinn sé mjög öflugur og geti ómeðvitað verndað mann. Það er það sem hann gerði þegar ég missti móður mína. Ég ýtti því til hliðar og vildi ekki kljást við sorgina. Ég held að ég sé enn ekki alveg að skilja þetta, og það virðist vera þannig hjá flestum sem hafa gengið í gegnum það sama,“ segir Richardson sem er nú 25 ára og hét áður Neeson en breytti eftirnafni sínu í Richards til að heiðra minningu móður sinnar. Hann leikur nú ásamt föður sínum Liam Neeson í kvikmynd sem fjallar um ástvinamissi og endurspeglar á vissan hátt upplifun þeirra.

Feðgarnir Liam Neeson og Micheál Richardson leika saman.
Feðgarnir Liam Neeson og Micheál Richardson leika saman. Skjáskot
mbl.is