Spænska prinsessan á hækjum

Spænska konungsfjölskyldan heimsótti Mallorca í sumarfríinu.
Spænska konungsfjölskyldan heimsótti Mallorca í sumarfríinu. AFP

Spænska prinsessan Sofia hefur þurft að vera á hækjum undanfarið vegna meiðsla sem hún hlaut í Marivent-höllinni fyrir nokkru en það er sumardvalarstaður konungsfjölskyldunnar. Talið er að hún hafi dottið og sauma þurfti fimm spor. Prinsessunni heilsast vel og verður hún fljót að jafna sig.

Sofia er þrettán ára gömul og er dóttir Felipe Spánarkonungs og Letiziu drottningar. Hún var með fjölskyldu sinni í Petru á Mallorca að skoða fæðingarstað munksins Fray Junipero Serra og var fjölskylda hennar dugleg við að styðja hana á hækjunum.

Aðstoða þurfti prinsessuna við gang.
Aðstoða þurfti prinsessuna við gang. AFP
mbl.is