Arnar Gauti og Berglind eignuðust dóttur

Arnar Gauti og Berglind Sif eignuðust barn í vikunni.
Arnar Gauti og Berglind Sif eignuðust barn í vikunni. mbl.is/skjáskot Facebook

Arn­ar Gauti Sverris­son tísku­sér­fræðing­ur og unn­usta hans Berg­lind Sif Valdemars­dótt­ir eignuðust dóttur í gær, 13. ágúst. Arnar Gauti greindi frá komu barnsins á Facebook og rignir nú yfir parið hamingjuóskum.

Barna­vef­ur mbl.is ósk­ar par­inu inni­lega til ham­ingju með stúlkuna. 

Smartland greindi frá sambandi þeirra Arnars Gauta og Berglindar í maí 2019. Parið hnaut um hvort annað í byrjun árs 2019 og síðan þá hefur lukkan leikið við þau. 

mbl.is