„Litla fjallið“ vekur heimsathygli

Hafþór Júlíus og Kelsey eignuðust barn um helgina.
Hafþór Júlíus og Kelsey eignuðust barn um helgina. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Íslenska Game of Thrones-stjarnan Hafþór Júlíus Björnsson eignaðist barn um helgina með eiginkonu sinni Kelsey Henson. Fá íslensk ungbörn hafa fengið jafnmikla umfjöllun á jafnstuttum tíma. Fæðing drengsins hefur ratað í alla helstu stjörnufréttamiðla heims. 

Hafþór Júlíus og Kelsey greindu frá komu barnsins á sunnudagskvöld og síðan þá hafa fréttamiðlar keppst um að færa fréttir af fæðingunni. 

„Hraustur, sterkur, fallegur strákur,“ er fyrirsögn People.  „Game of Thrones-stjarnan Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans Kelsey Henson tilkynna fæðingu fyrsta barns þeirra saman,“ er fyrirsögn á vefnum Daily Mail. 

Svipaðar fyrirsagnir er að finna á vef Mirror og The Sun þar sem sonurinn er kallaður „litla fjallið“. Einnig er fjallað um fæðinguna á vef USA Today, þar er sérstaklega undirstrikað að barnið sé „sterkur“ strákur. 

mbl.is