Eignaðist barn í leyni

Mindy Kaling.
Mindy Kaling. AFP

Leikkonan Mindy Kaling eignaðist sitt annað barn hinn 3. september síðastliðinn. Kaling greindi óvænt frá fæðingu barnsins í spjallþættinum The Late Show With Stephen Colbert í vikunni en fáir vissu að hún væri ólétt. 

„Ég er að segja frá þessu í fyrsta skipti núna, það er svo skrítið. En ég fæddi lítinn strák hinn 3. september,“ sagði Kaling. 

„Það vissi enginn að þú værir ólétt,“ svaraði Colbert. „Ég veit! Ég veit! Þetta eru nýjar fréttir fyrir marga. Það er satt,“ sagði Kaling. Hún sagði að sonurinn hefði fengið nafnið Spencer. 

Kaling á fyrir dótturina Katherin sem er tveggja og hálfs árs. Hún hefur aldrei gefið upp faðerni barna sinna en mótleikari hennar B.J. Novak er guðfaðir dóttur hennar.

mbl.is