Fékk gamla smábílinn í afmælisgjöf

Kate Moss á 18 ára gamla dóttur.
Kate Moss á 18 ára gamla dóttur. AFP

Lila Grace Moss, dóttir Kate Moss, er orðin 18 ára gömul og starfar nú sem fyrirsæta eins og móðir hennar. Hún gerir meira eins og mamman en hún fékk bíl í afmælisgjöf sem lítur nákvæmlega út eins og bíll sem mamma hennar átti fyrir 19 árum. 

Bíllinn er af gerðinni Mini Cooper og er hvítur á litinn. Lila Grace Moss var mynduð fyrir framan heimili móður sinnar í London hlaupa spennt í átt að bílnum. Að fá nýjan bíl beint úr kassanum í afmælisgjöf skiptir greinilega ekki öllu á heimili Moss-mæðgna, minningarnar skipta meira máli. 

Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan til …
Fyrsti Mini sögunnar til vinstri og 60 ára afmælisútgáfan til hægr. Lila Grace Moss fékk gamla útgáfu í afmælisgjöf.

Ekki er staðfest hvort um sé að ræða nákvæmlega sama bílinn en af myndum af dæma virðist bíllinn vera sá sami að því fram kemur á vef Daily Mail. Bíllinn er að minnsta kosti gamall og með sama bílnúmeri á og bíll Moss. 

View this post on Instagram

most mesmerising show ✨🛸 @mrkimjones MERCI BEAUCOUP

A post shared by Lila Moss (@lilamoss) on Jan 18, 2020 at 2:53am PST

mbl.is