Hlaðvarpsþættir um systkinahlutverkið

Fjölskyldan er meðal annars til umræpu í hlaðvarpsþáttunum Virðing í …
Fjölskyldan er meðal annars til umræpu í hlaðvarpsþáttunum Virðing í uppeldi og Fæðingarcast. Samsett mynd

Það þarf ekki bara að undirbúa sig fyrir fæðinguna og nýtt líf þegar von er á barni. Þegar barn er fyrir á heimilinu getur verið sniðugt að undirbúa það undir nýtt hlutverk sem stórt systkini. Til eru fjölmargir hlaðvarpsþættir sem fjalla um fjölskyldur og systkinahlutverkið. 

Í viðtali við Barnavefinn í lok september sagði Bára O'Brien Ragn­hild­ar­dótt­ir að hún og maðurinn hennar væru aðallega að undirbúa fæðingu númer tvö með því að hlúa að dóttur þeirra. 

„Aðalund­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur verið að hlúa að eldri stelp­unni okk­ar og vera til staðar fyr­ir hana, hún er fimm ára og búin að hafa okk­ur for­eldr­ana út af fyr­ir sig í fimm ár. Ég hef dottið niður á allskyns áhuga­verð hlaðvörp sem gefa mér hug­mynd­ir um hvernig ég get verið til staðar fyr­ir hana í gegn­um þess­ar stóru breyt­ing­ar sem fel­ast í því að verða stóra syst­ir,“ sagði Bára í viðtalinu. 

Hlaðvarpsþættir sem Bára mælir með um efnið eru: 

Virðing í uppeldi 

Þáttur nr. 12 – Systkinasambandið.

Fæðingarcast

Þáttur frá 17. febrúar – Anna Eðvalds ljósmóðir. 

Bára mælti einnig með fjölmörgum þáttum af hlaðvarpsþáttunum Respectful Parenting. 

Á hlaðvarpsvef mbl.is má hlusta á íslensku þættina. Þar má auk þess finna fjölmarga aðra þætti um fjölskyldulífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert