Sýndi frá fæðingunni á Instagram

Katla eignaðist sitt fyrsta barn í nótt.
Katla eignaðist sitt fyrsta barn í nótt. Ljósmynd/Aðsend

Katla Hreiðarsdóttir, hönnuður og eigandi Volcano Design og Systur&Makar, og eiginmaður hennar Haukur Unnar Þorkelsson eignuðust sitt fyrsta barn í nótt. Katla sýndi frá ferlinu á Instagram í gær en litli drengurinn kom í heiminn eftir miðnætti.

Skoða má ferlið í story á Instagram hjá Kötlu

Katla hefur verið opin um meðgönguna á samfélagsmiðlum en hún missti fóstur nokkrum sinnum áður en hún varð ólétt. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

Á fæðingardeildinni.
Á fæðingardeildinni. Skjáskot/Instagram
Litli drengurinn kominn í heiminn.
Litli drengurinn kominn í heiminn. Skjáskot/Instagram
mbl.is