Blóðgjafir björguðu í tvígang eftir fósturlát

Kimberly Brook og James Van Der Beek eiga mörg börn …
Kimberly Brook og James Van Der Beek eiga mörg börn en hafa líka misst fóstur oft. AFP

Dawson's Creek-leikarinn James Van Der Beek og eiginkona hans, Kim Van Der Beek, eiga fimm börn. Kim hefur einnig misst fóstur fimm sinnum á undanförnum misserum og sjálf verið í hættu vegna fósturláta. í nýlegri færslu á instagram hvetur frú Van Der Beek fólk til að gefa blóð eftir að blóðgjöf bjargaði lífi hennar. 

„Hinn 17. nóvember er ár síðan ég var flutt á spítala í lífshættu eftir fósturmissi eftir 17 vikna meðgöngu. Það tók tvo klukkutíma að koma mér úr lífshættu. Blóðgjafar og heilbrigðisstarfsfólk björguðu lífi mínu. 17. nóvember er líka settur dagur barns sem ég hitti allt of snemma þar sem ég missti aftur fóstur eftir 17 vikna meðgöngu hinn 14. júní. Blóðgjafir björguðu lífi mínu aftur,“ skrifaði frú Van Der Beek. Hún þakkaði fyrir sig og hvatti fleira fólk til þess að að gefa blóð. 

Van Der Beek-hjón­in eiga fimm börn fyr­ir en hafa reynt á síðustu árum að bæta því sjötta við. Það hef­ur gengið illa en Kimber­ly hef­ur misst fóst­ur fimm sinn­um. 

mbl.is