Fæddi andvana dóttur

Christina Perri fæddi dóttur sína andvana.
Christina Perri fæddi dóttur sína andvana. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Christina Perr greindi frá því í gær að hún hefði fætt dóttur sína andvana. Perri var komin á þriðja þriðjung meðgöngunnar. Hún er gift sjónvarpsmanninum Paul Costabile og fyrir eiga þau eina dóttur.

Aðeins nokkrir dagar voru liðnir frá því að hún sagði fylgjendum sínum á instagram að hún hefði verið lögð inn á spítala og gæti þurft að fæða dóttur sína fyrir tímann. Perri missti fóstur í janúar síðastliðnum þegar hún var gengin 11 vikur. 

„Við misstum litlu stelpuna okkar í gærkvöldi. Hún fæddist andvana eftir að hafa barist fyrir því að komast í heiminn. Það er friður yfir henni núna og hún mun lifa að eilífu í hjarta okkar,“ skrifaði Perri í færslu sinni. 

mbl.is