Erfiðara að komast aftur í form eftir barn nr. 2

Emily Skye eignaðist son sinn í júní.
Emily Skye eignaðist son sinn í júní. skjáskot/Instagram

Líkamsræktarþjálfarinn Emily Skye segir að sér finnist erfiðara að koma sér aftur í gott form eftir að hún eignaðist annað barn sitt. Skye eignaðist soninn Izaac í óvæntri heimafæðingu í júní.

Skye líður ekki illa yfir því að vera ekki komin aftur í gott form. Hún segir að það sé hvort sem er ólíklegt að hún komist aftur í sama formið og hún var í fyrir barneignir. 

„Ferðalagið mitt í átt að því að komast í gott form virðist ganga hægar en eftir að ég eignaðist Miu. Ég er mun uppteknari núna, bæði með fyrirtækið mitt og börnin, og að finna tíma fyrir æfingu er meiri áskorun. En ég ætla ekki að láta það hafa áhrif á mig, við vitum að samanburður getur rænt okkur hamingjunni og það getur verið skaðlegt að bera sig saman við fortíðar-sig. Við breytumst stöðugt og líkaminn gengur í gegnum svo mikið á meðgöngu og eftir hana,“ sagði Skye í færslu á instagram.

Hún endaði færsluna á þeim orðum að hún tæki andlega heilsu fram yfir gott form. „Þannig að ég er kannski ekki „komin aftur í form“ eins og ég var á sama tíma eftir að ég átti Miu, en ég mun alltaf velja góða geðheilsu fram yfir gott „form“,“ skrifaði Skye.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert