Núðla Kötlu og Hauks komin með nafn

Katla Hreiðarsdóttir.
Katla Hreiðarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katla Hreiðars­dótt­ir, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Syst­ur og mak­ar, og eig­inmaður henn­ar Hauk­ur Unn­ar Þorkels­son eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok október. Sonurinn sem þau kölluðu núðluna er kominn með nafn. Hann heitir Úlfur Hreiðar Hauksson. 

Katla greindi frá nafni sonar síns á instagramsíðu Systra og maka og segir hún nafnið lýsa stórum og sterkum karakter. Litli drengurinn fékk nafnið í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem nánustu aðstandendur voru viðstaddir. 

„Ægilega jóló og notalegt og mun minna í sniðum en ég hafði séð fyrir mér ... eftir á að hyggja hefðum við alls ekki viljað hafa þetta öðruvísi! Þetta verður eftirminnileg stund, rétt eins og allt þetta ár hefur verið, æi þetta var bara eitthvað svo algjörlega geggjað,“ skrifaði Katla meðal annars. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert