Beyoncé deilir áður óséðum myndum af börnunum

Beyoncé með tvíburana Sir og Rumi.
Beyoncé með tvíburana Sir og Rumi. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Beyoncé Knowles kvaddi árið 2020 með myndbandi frá árinu. Í myndbandinu má sjá fjölda mynda og myndbanda af börnum hennar, Blue Ivy, Sir og Rumi, sem ekki hafa sést áður. 

Blue Ivy, sem er átta ára, hefur verið mikið í fjölmiðlum frá unga aldri en tvíburarnir, Sir og Rumi þriggja ára, hafa ekki verið það. 

Í myndbandinu má sjá Beyoncé sitja með Sir í fanginu og spyrja dóttur sína Rumi hvort hún hafi átt gott sumar og Rumi játar því með því að kinka kolli. 

Beyoncé þakkar líka heilbrigðisstarfsmönnum um allan heim fyrir að sinna starfi sínu á erfiðum tímum. Hún vekur þá athygli á Black Lives Matter-hreyfingunni og fagnar árangri svartra kvenna á tónlistarsviðinu.

View this post on Instagram

A post shared by Beyoncé (@beyonce)

mbl.is