Meðgöngukílóin hrynja af

Ciara eignaðist barn síðasta sumar.
Ciara eignaðist barn síðasta sumar. AFP

Söngkonan Ciara eignaðist sitt þriðja barn í júlí. Henni hefur gengið vel að losa sig við meðgöngukílóin en hún setti sér það markmið mánuði eftir barnsburð að léttast um rúmlega 20 kíló. Ciara er meira en hálfnuð með markmiðið. 

Í upphafi vikunnar greindi Ciara frá því á Instagram að hún hefði misst tæplega 13 kíló og ætti bara efitr að losa sig við níu til viðbótar. Hún sagði það ekki hafa verið erfitt að grennast eftir meðgönguna en hún fór í samstarf við WW eða Weight Watchers. Hún notaði smáforrit sem hjálpaði henni að standa sig í móðurhlutverkinu, sinna vinnu, æfa og fleira. 

View this post on Instagram

A post shared by Ciara (@ciara)

Ciara í lok nóvember 2020.
Ciara í lok nóvember 2020. AFP
mbl.is