Barnfóstran hætti og móðurhlutverkið krefjandi

Meghan og Archie.
Meghan og Archie. AFP

Það var krefjandi fyrir Meghan hertogaynju að njóta móðurhlutverksins á árinu 2020. Miklar breytingar áttu sér stað í lífi hennar, Harrys Bretaprins og Archies litla þegar þau sögðu sig frá konunglegum skyldum og fluttu til Ameríku. Höfundar bókarinnar Finding Freedom sem fjallar um Harry og Meghan segja frá þessu í nýrri grein í tímaritinu Grazia

Hjónin sjá ekki eftir ákvörðun sinni en árið 2020 reyndi á. Það reyndi á móðurhlutverkið að vera sífellt að skipta um húsnæði en á aðeins sex mánuðum bjó fjölskyldan á fjórum stöðum. 

„Þetta hefur tekið á,“ sagði vinur hertogaynjunnar. „Barnfóstran flutti aftur til Bretlands út af heimsfaraldrinum þegar þau fluttu til Los Angeles. Þeim leið eins og þau væru ein og vegna takmarkana leið þeim eins og þau væru á flótta.“

Það reyndi einnig á fjölskylduna þegar Meghan missti fóstur í sumar en hún greindi sjálf frá því í grein í New York Time í lok síðasta árs.

Archie með foreldrum sínum þeim Meghan og Harry.
Archie með foreldrum sínum þeim Meghan og Harry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert