Yngsta systirin opnar sig um æskuna

Elizabeth Olsen er yngri systir Ashley og Mary Kate Olsen.
Elizabeth Olsen er yngri systir Ashley og Mary Kate Olsen. MARIO ANZUONI

Elizabeth Olsen, yngri systir Olsen-tvíburanna Mary-Kate og Ashley, segir að það hafi verið sérstök upplifun að alast upp í skugga barnastjarnanna. Þetta kemur fram í breska spjallþættinum Lorraine.

Mary-Kate og Ashley hófu feril sinn aðeins níu mánaða gamlar þar sem þær léku Michelle Tanner í þáttunum Full House allt til ársins 1995 en eftir það urðu þær afar frægar og eru með ríkustu konum heims.

Elizabeth segir æsku sína því hafa verið allt annað en eðlilega. 

„Það þurfa ekki margir að upplifa þetta á uppvaxtarárunum en ég held að fæstir líti til baka og telji æsku sína eðlilega. Þetta var sérstakt fyrir mig og systur mínar.“

Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen voru miklar barnastjörnur.
Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen voru miklar barnastjörnur. AFP
mbl.is