Sigrún Ósk og Jón Þór eiga von á barni

Jón Þór Hauksson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eiga von á …
Jón Þór Hauksson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eiga von á barni. Ljósmynd/Facebook

Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson eiga von á dreng. Sigrún Ósk greindi frá þessu á Facebook í dag.

Þetta er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau synina Hauk Andra og Orra Þór. 

„Þið sem hélduð að við Jón Þór værum bara á leið í golfklúbb og að fá okkur hund getið gleymt því! Fimmti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn og okkar menn urðu dauðfegnir í gær að þurfa ekki að læra að fara í Barbie,“ skrifar Sigrún Ósk í færslu sinni á Facebook. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is