Karitas Harpa og Aron eignuðust stúlku

Karitas Harpa Davíðsdóttir fæddi litla stúlku í gær.
Karitas Harpa Davíðsdóttir fæddi litla stúlku í gær. Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir

Tónlistarkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir og sambýlismaður hennar Aron Leví Beck eignuðust stúlku í gær. Þetta er þriðja barn Karitasar Hörpu en annað barn þeirra Arons saman. 

Karitas Harpa greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram í gær um leið og hún tilkynnti að nýja platan hennar, On the verge, væri komin á Spotify. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is