Sara í Júník berar bumbuna

Sara Lind á von á barni.
Sara Lind á von á barni. Skjáskot/Instagram

Athafnakonan Sara Lind Páls­dótt­ir, oft kennd við Júník, á von á sínu öðru barni með sam­býl­is­manni sín­um Kristjáni Þórðar­syni á næstu dögum. Fjölskyldan er byrjuð að bíða eftir barninu og er óléttukúla Söru orðin ansi myndarleg. 

„Vonandi síðasta bumbumyndin,“ skrifaði Sara við speglasjálfu af sér á Instagram. Sara var í gallabuxum og toppi á myndinni. 

Sara segir ekki hvort að hún sé komin fram yfir settan dag en nokkuð ljóst að það styttist í litlu stelpuna. Hún vonast að minnsta kosti eftir því að bumbumyndirnar verði fleiri. 

mbl.is