Raggi Sig. missti af fæðingu dóttur sinnar

Ragnar Sigurðarsson missti af fæðingu dóttur sinnar.
Ragnar Sigurðarsson missti af fæðingu dóttur sinnar. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson missti af fæðingu dóttur sinnar Míu í sumar. Ragnar segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á hvernig hann og eiginkona hans Elena Bach upplifðu meðgönguna. 

Ragnar og Elena eignuðust sitt fyrsta barn saman síðastliðið sumar og kom hún í heiminn hér á Íslandi.

„Það fór ekkert eins og ég hafði hugsað mér eða vonast eftir hjá FC Kaupmannahöfn. Ég var ekki í neitt svakalega góðu formi þegar ég kom til Kaupmannahafnar og strax í fyrstu æfingaferðinni tóku sig upp einhver smávægileg meiðsli hjá mér. Svo var öllu skellt í lás í Rússlandi þar sem konan mín var kasólétt og hún sat því föst í Moskvu. Hún mátti ekki einu sinni heimsækja móður sína í Volgograd og það var allt lokað í Danmörku líka. Einhvern veginn tókst mér samt að koma henni til Íslands þar sem fjölskylda mín og vinir gátu stutt við bakið á henni. Ég var virkilega stressaður yfir þessu öllu saman og missti til að mynda af fæðingu dóttur minnar, sem bæði tók á og sat í mér,“ segir Ragnar í viðtali í Morgunblaðinu í dag. 

Ragnar var á samningi hjá Kaupmannahafnarliðinu FC Kaupmannahöfn en gerði nýverið samning við Rukh Vynnyky í Úkraínu. 

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

 

View this post on Instagram

A post shared by @sykurson

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert