Æfir á fullu komin níu mánuði á leið

Kelly Rowlan æfir á fullu þrátt fyrir að vera kasólétt.
Kelly Rowlan æfir á fullu þrátt fyrir að vera kasólétt. Samsett mynd

Destiny's Child-söngkonan Kelly Rowland er komin níu mánuði á leið með sitt annað barn. Hin 39 ára gamla söngkona slær ekki slöku við og er enn að æfa. Bumban er orðin svo stór að barnið sést næstum því hoppa og skoppa í maganum á meðan hin ólétta Rowland æfir. 

Rowland klippti saman myndband af sér taka æfingu og birti á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. Rowland, sem býr í töluvert heitara loftslagi en er á Íslandi, æfir í þröngum íþróttabuxum og toppi þannig að bumban fær að njóta sín. 

Þrátt fyrir að Rowland hafi það fínt miðað við orkuna í myndböndunum er hún greinilega byrjuð að bíða eftir barninu. Við síðustu innlegg á Instagram hefur hún skrifað að hún sé komin níu mánuði á leið og því líklegt að barnið verði komið í heiminn áður en hún fagnar fertugsafmæli hinn 11. febrúar. mbl.is