Opnar sig um fjölskyldulífið

Catherine Zeta-Jones er gift leikaranum Michael Douglas.
Catherine Zeta-Jones er gift leikaranum Michael Douglas. AFP

Leikkonan Catherine Zeta-Jones talaði opinskátt um fjölskyldulíf sitt á tímum kórónuveirunnar í viðtalsþættinum Live with Kelly and Ryan í vikunni. 

„Þetta var mjög áhugavert. Það að hafa börnin mín hjá mér gerði mér ljóst að ég elska að vera heima,“ sagði Zeta-Jones en börnin hennar stunda almennt skóla fjarri heimahögum.

„Við höfum verið að spila saman matador, borðum saman þrjár máltíðir á dag og höfum ekki drepið hvert annað. Við virðum rými allra á heimilinu.“

Aðspurð um það sem hefur staðið upp úr segir hún samveruna besta. „Bara það að hafa tíma til þess að vera saman og spjalla. Það hefur verið frábært. Ég elska að hafa alla fjölskylduna saman.“

mbl.is