Vonast til að hitta nýtt barnabarn á árinu

Carole og Michael Middleton.
Carole og Michael Middleton. AFP

Carole Middleton, móðir Katrínar hertogaynju og Pippu Matthews, er virk amma sem tekur mikinn þátt í lífi ömmubarna sinna. Hún vonast til þess að geta varið meiri tíma með ömmubörnunum árið 2021 en von er á nýju ömmubarni á árinu. 

„Ég vil hlaupa niður hæðir, klifra í trjánum og fara í gegnum rör á leikvellinum,“ sagði Middleton í viðtali við Good House Keeping. „Ég mun gera það eins lengi og ég get. Ég elda með þeim, ég fíflast með þeim og dansa, við förum í hjólaferðir.“

Pippa og James Matthews.
Pippa og James Matthews. AFP

Middleton sem rekur fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir veislur vonast til þess að betri stjórn náist á kórónuveirufaraldrinum í ár. Ástæðan er ekki bara hærri sölutölur þar sem hún vonast til þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni.

„Ég vonast til þess að hitta fjölskylduna mína meira en ég gerði í fyrra og auðvitað nýja barnabarnið,“ sagði Middleton en yngri dóttir hennar, Pippa Matthews, á von á öðru barni sínu. 

Carole Middleton er amma Lúðvíks, Karlottu og Georgs, barna Katrínar …
Carole Middleton er amma Lúðvíks, Karlottu og Georgs, barna Katrínar og Vilhjálms. AFP
mbl.is