Afmæliskveðja Trumps vekur athygli

Melania Trump og Barron Trump.
Melania Trump og Barron Trump. AFP

Yngsti sonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Barron Trump, varð 15 ára um helgina. Móðir hans, Melania Trump, sendi syni sínum kveðju á Twitter. Kveðjan hefur vakið mikla athygli og hafa fylgjendur Melaniu keppst við að rífa hana í sig.

„Til hamingju með daginn BWT,“ skrifaði Trump og með kveðjunni lét hún fylgja mynd af svörtum blöðrum sem mynduðu töluna 15. Þótt lítið megi finna að þessari afmæliskveðju þykir mörgum hún vera köld og leiðinleg.

„Hefðir getað notað glaðlegri mynd,“ skrifaði einn og annar skrifaði að honum þætti furðulegt að nota svartar blöðrur. 

Þetta er fyrsta afmæli Barrons eftir að faðir hans lét af embætti í janúar. Ekki fór mikið fyrir honum þegar fjölskyldan bjó í Hvíta húsinu sökum þess að hann er aðeins barn.

Barron Trump, Donald Trump og Melania Trump.
Barron Trump, Donald Trump og Melania Trump. AFP
mbl.is