Malcolm í miðjunni orðinn faðir

Paige Price og Frankie Mun­iz rétt fyrir fæðingu sonar síns.
Paige Price og Frankie Mun­iz rétt fyrir fæðingu sonar síns. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Frankie Mun­iz og eig­in­kona hans Paige Price eignuðust nýlega sitt fyrsta barn. Fyrrverandi barnastjarnan, sem er enn þekktust fyrir hlutverk Malcolms í þáttunum Malcolm í miðjunni, greindi frá komu sonar síns á Instagram. 

„Ég er pabbi, krakkar,“ sagði Muniz í sögu á Instagram en birti ekki mynd af barninu. „Ég elska hann svo mikið. Ég elska eiginkonu mína svo mikið.“

Hjónin greindu frá væntanlegum erfingja síðasta haust. Á meðgöngunni fengu þau að vita að þau ættu von á dreng. Barnastjarnan fyrrverandi greindi frá því í október að þau ætluðu ekki að nefna soninn Malcolm. Muniz hefur þó ekki enn greint frá nafninu. 

mbl.is