Svíaprins eignaðist son

Karl Fil­ipp­us prins og Soffía prins­essa með son sinn í …
Karl Fil­ipp­us prins og Soffía prins­essa með son sinn í dag. Þau eignuðust þriðja soninn þann 26. mars. AFP

Karl Fil­ipp­us Svíaprins og eig­in­kona hans Soffía prins­essa eignuðust sitt þriðja barn í dag, föstudaginn 26. mars. Sonurinn vó 3.220 grömm og var 49 sentímetrar á lengd. Bæði móður og syni heilsast vel. 

Barnið kom í heiminn klukkan 19 mínútur yfir 11 á Danderyds-spítalanum. Sænska konungsfjölskyldan greindi seinni partinn sama dag frá komu drengsins á heimasíðu sinni. 

„Við erum svo glöð og þakklátt fyrir að bjóða þriðja son okkar velkominn í fjölskylduna. Við og stóru bræður hans höfum beðið eftir þessum degi. Nú hlökkum við til að kynnast nýja fjölskyldumeðlimnum,“ sagði Karl Fil­ipp­us sem var viðstaddur fæðinguna. 

Fyrir eiga hjónin, sem gengu í hjónaband sumarið 2015, þá Gabríel og Alexander sem eru fjögurra og þriggja ára. 

mbl.is