Pippa notar gamlan tískuvagn

Pippa Matthews er tveggja barna móðir sem notar gamla vagninn …
Pippa Matthews er tveggja barna móðir sem notar gamla vagninn aftur. AFP

Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, eignaðist sitt annað barn í mars. Pippa sást nýlega úti að ganga í London með nýfædda dóttur sína sem virðist vera í sama vagni og bróðir hennar var í árið 2018. 

Vagninn er blár Buga­boo-vagn­ af teg­und­inni Fox Classic. Bugaboo-vagnar eru þekktir tískuvagnar sem hafa verið vinsælir bæði hér heima og meðal stjarnanna. Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins eru reyndar sögð hafa nota Silver Cross-barnavagn fyrir yngsta barn sitt. 

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid eignaðist sitt fyrsta barn síðasta sumar. Hún sást nýlega með dóttur sína í vagni í New York. Sá vagn var líka frá Bugaboo en af tegundinni Lynx. 

Gigi Hadid notar vagn frá Bugaboo.
Gigi Hadid notar vagn frá Bugaboo. AFP
mbl.is