Harry og Meghan stefna á heimafæðingu

Meghan hertogaynja og Harry eiginmaður hennar.
Meghan hertogaynja og Harry eiginmaður hennar. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja stefna á að bjóða dóttur sína velkomna í heiminn á heimili sínu í Montecito í Bandaríkjunum. Von er á litlu stúlkunni snemmsumars og verður hún sú fysta í konungsfjölskyldunni sem fæðist í Bandaríkjunum. 

Þegar Meghan gekk með sitt fyrsta barn, Archie, dreymdi hana um að fæða hann heima í Frogmore Cottage. Þegar hún var hins vegar gengin viku fram yfir settan dag var ákveðið að hún myndi fæða á Portland-spítalanum í London. Archie kom svo í heiminn 6. maí og var Harry viðstaddur fæðinguna. 

Harry og Meghan greindu frá því í viðtalinu fræga við Opruh Winfrey að þau ættu von á stúlku og bætti Harry við að þetta yrði líka þeirra síðasta barn. 

„Stelpa, hvað meira gætum við beðið um? En núna erum við komin með fjölskylduna okkar. Við erum fjögur og eigum tvo hunda og það er frábært,“ sagði Harry.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert