Uppeldið ekki bara glamúr og peningar

Paris Jackson.
Paris Jackson. AFP

Paris Jackson, dóttir Michaels Jacksons heitins, segir að faðir hennar hafi verið góður pabbi og uppeldið hafi ekki bara falið mikinn glamúr í sér. 

„Pabbi var mjög góður með það að hann passaði að við værum upplýst, passaði að við fengjum menntun, hann sýndi okkur ekki bara glamúrlífsstíl eins og að hoppa á milli fimm stjörnu hótela og staða,“ sagði Jackson í viðtali við Naomi Campbell á youtuberásinni No Filter. 

Jackson sagði að pabbi hennar hefði kennt þeim að vinna og að taka ekki öllu sem gefnu. 

„Við fengum líka að sjá allt. Við sáum þriðja heims ríki, við sáum hluti á öllum skalanum,“ sagði Jackson.

mbl.is