Leyfði börnunum að farða sig

Eva Mendes.
Eva Mendes. mbl.is/Alexander Tamargo

Margir eru að velta því fyrir sér hvernig megi stytta sér stundir með börnunum í samkomubanni þegar allt er lokað. Leikkonan Eva Mendes leyfir oft dætrum sínum sem eru sex og fjögurra ára að farða sig og deildi afrakstrinum á samfélagsmiðlum. 

Mendes, sem er 47 ára, á Esmeröldu og Amödu Lee með leikaranum Ryan Gosling. Þau eru almennt ekki með neinar barnfóstrur á sínum snærum og hafa séð um uppeldið sjálf. Um lífið í samkomubanni segir Mendes það vera áskorun. „Það er eins og við rekum lítið hótel með mjög drukknum og aggressífum gestum. Gestirnir heimta að maður færi þeim mat og drykk og um leið og þeir sofna þurfum við að taka til eftir þá og ræða um hvernig komið var fram við okkur yfir daginn,“ sagði Mendes. 

„Við minnum okkur á að þetta eru góðir tímar þar sem við erum öll saman og örugg,“ segir Mendes sem hefur tekið sér hlé frá leiklistinni til að sinna börnunum.

View this post on Instagram

A post shared by Eva Mendes (@evamendes)mbl.is