Veglegt þriggja ára afmæli True

Khloé Kardashian og True Thompson eru fallegar mæðgur.
Khloé Kardashian og True Thompson eru fallegar mæðgur. Skjáskot/Instagram

True Thompson, dóttir raunveruleikastjörnunnar Khloé Kardashian og körfuboltamannsins Tristans Thompsons, varð þriggja ára á dögunum. Kardashian-fjölskyldan er þekkt fyrir að halda glæsilegar veislur og er afmælisveisla True þar engin undantekning.

Börnin fengu að skreyta smákökur.
Börnin fengu að skreyta smákökur. Skjáskot/Instagram

Prinsessur og hoppkastali

Í afmæli True voru disney-prinsessur og hoppukastali. Svo fengu allir sem vildu að skreyta smákökur. Heimilið var alskreytt blöðrum í pastellitum og hoppkastalinn var einnig í pastellit í stíl við blöðrurnar og aðrar skreytingar. Vegna kórónuveirunnar var gestafjöldinn hafður í lágmarki en aðeins frændum og frænkum True var boðið í veisluna.

Við tilefnið skrifaði Khloé Kardashian fallega kveðju til dóttur sinnar á Instagram.

„Ég græt í hvert sinn sem ég kalla þig „baby True“ og þú leiðréttir mig. Þú segir á svo fallegan hátt: „Ég er ekki barn! Ég er stór stelpa!“ Ég er bara ekki tilbúin fyrir að þú sért orðin svona stór stelpa. En þú hlýtur að vita að sama hversu gömul þú verður, þá verður þú alltaf mín baby True.

Þú hefur breytt lífi mínu á fleiri vegu en mig óraði fyrir. Þú ert minn besti vinur. Mín mesta blessun. Alheimurinn minn.

Að horfa á þig vaxa úr grasi hefur verið mér mikill heiður. Að sjá heiminn með þínum augum er afar sérstakt og töfrum líkast. Ég mun varðveita hvert augnablik með þér að eilífu. Takk fyrir að velja mig. Takk Guð fyrir að blessa mig með engli. Til hamingju með afmælið „baby True“.“Disney prinsessur voru á hverju strái.
Disney prinsessur voru á hverju strái. Skjáskot/Instagram
Hoppukastalinn vakti mikla lukku. Hann var auðvitað í stíl við …
Hoppukastalinn vakti mikla lukku. Hann var auðvitað í stíl við aðrar skreytingar veislunnar. Skjáskot/Instagram
Veislan var fallega skreytt blöðrum og blómum.
Veislan var fallega skreytt blöðrum og blómum. Skjáskot/Instagram
mbl.is