María og Emil eiga von á öðru barni

María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins á von á sínu öðru …
María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins á von á sínu öðru barni. mbl.is/Arnþór Birkisson

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, og sambýlismaður hennar Emil Þór Vigfússon eiga von á barni. María greindi frá því í tilkynningu til félagsmanna sambandsins að hún færi í fæðingarorlof í byrjun júní næstkomandi. 

Þetta er annað barn þeirra Maríu og Emils saman en fyrir eiga þau soninn Elmar Aríus sem varð tveggja ára í febrúar. Emil á tvo syni úr fyrra hjónabandi. María og Emil hafa verið saman frá árinu 2018 en sama ár setti María einmitt raðhús sitt í Garðabænum á sölu.

Barnavefurinn óskar þeim Maríu og Emil innilega til hamingju!

mbl.is