Dóttirin toppar Óskarsverðlaunin

Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones.
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones. AFP

Leikkonan Caherine Zeta-Jones segir að dóttir hennar Carys Zeta Douglas toppi Óskarsverðlaunin sem hún vann sama ár og dóttirin kom í heiminn. Carys fagnaði 18 ára afmæli í vikunni. 

„Til hamingju með 18 ára afmælið Carys Zeta. Þú ert allt, og allt ert þú. Takk fyrir alla gleðina sem þú færir mér. Klukkan fimm í morgun sendir þú mér sms til að þakka mér fyrir að fæða þig í heiminn. Þannig kona ert þú. Góð. Viska þín er meiri er árafjöldinn,“ skrifaði Zeta-Jones í færslu á Instagram. 

Hún birti líka skjáskot af samskiptum þeirra mæðgna þar sem má sjá að Carys þakkaði henni fyrir að fæða hana í heiminn. Svar Zeta-Jones: „Mitt stoltasta augnablik var að fæða þig í heiminn. Bíddu. Óskar? Nei. Klárlega ÞÚ,“ skrifaði Zeta-Jones. 

Carys á Zeta-Jones með eiginmanni sínum Michael Douglas.  

mbl.is