Óvænta barnið komið í heiminn

Þriðja barn þeirra Nick Carter og Lauren Kitt Carter er …
Þriðja barn þeirra Nick Carter og Lauren Kitt Carter er komið í heiminn. Skjáskot/Instagram

Þriðja barn þeirra Nicks Carters og Lauren Kitt Carter kom í heiminn í síðustu viku. Kitt komst ekki að því að hún væri ólétt fyrr en eftir nokkurra mánuða meðgöngu þar sem hún hélt að hún væri með æxli. 

Lítil stúlka kom í heiminn en fæðingin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Carter tjáði sig ekki nánar um fæðinguna við UsWeekly en sagði hana erfiða og voru þau í nokkra daga inni á spítalanum í kjölfarið. 

Í viðtali við People í byrjun árs sögðu hjónin frá sínum erfiðleikum. Kitt hafði misst fóstur nokkrum sinnum og þegar hún fann fyrir einhverju hreyfast í líkama sínum hélt hún að hún væri með æxli. 

„Ég hélt að ég væri með æxli, það var bara ekki séns að ég væri ólétt vegna sögu minn­ar og þess sem ég gerði til þess að eign­ast börn­in mín tvö. Nick talaði meira að segja um það svona tveim­ur vik­um áður að fá staðgöngumóður og mögu­lega eign­ast þriðja barnið. Það var bara nokkuð sem við vor­um að tala um,“ sagði Kitt Carter.

mbl.is