Sex ára og fjórða í erfðaröðinni

Karlotta prinsessa er sex ára.
Karlotta prinsessa er sex ára. AFP

Karlotta prinsessa varð sex ára í gær, sunnudaginn 2. maí. Kensington-höll sendi frá sér mynd af prinsessunni brosmildu í tilefni dagsins. Karlotta er fjórða í erfðaröðinni á eftir Karli Bretaprins, Vilhjálmi föður sínum og Georg prins. 

Katrín hertogaynja, móðir Karlottu prinsessu, tók myndina af hnátunni í sveitinni í Norfolk þar sem fjölskyldan á sveitasetur. Katrín er góður áhugaljósmyndari og tekur oftast myndir sem fjölskyldan sendir frá sér. Á myndinni er Karlotta í bláum stuttermakjól með blómamynstri. 

Stutt er á milli merkisdaga í fjölskyldunni en á fimmtudaginn héldu Katrín og Vilhjálmur upp á tíu ára brúðkaupsafmæli. Litli bróðir Karlottu, Lúðvík prins, varð þriggja ára þann 23. apríl. 

Vilhjálmur og Katrín, hertogahjónin af Sussex, með börnum sínum, Lúðvík, …
Vilhjálmur og Katrín, hertogahjónin af Sussex, með börnum sínum, Lúðvík, Georg og Karlottu. AFP
mbl.is