Fékk slæmar fréttir í frjósemisbaráttunni

Grínleikkonan Rebel Wilson.
Grínleikkonan Rebel Wilson. AFP

Leikkonan Rebel Wilson fékk slæmar fréttir á dögunum í frjósemisferðalagi sínu. Wilson, sem er orðin 41 árs, á hvorki börn né kærasta. Hún greindi ekki frá því hvað gekk ekki upp hjá henni en ekki fór á milli mála að fréttirnar væru neikvæðar. 

„Ég fékk slæmar fréttir í dag og hafði engan til þess að deila þeim með ... en ég verð líklega að segja einhverjum. Til allra kvenna þarna úti sem eiga við frjósemisvanda að stríða, ég finn til með ykkur. Heimurinn er dularfullur og stundum virðist ekkert ganga upp,“ skrifaði Wilson á Instagram og vonaðist til þess að bráðum færi að birta til. 

Wilson fékk stuðning víða að í athugasemdum. „Ég lenti oft í þessu en góðu fréttirnar eru þær að ég á þrjá fallega syni,“ skrifaði leikkonan Sharon Stone. 

Wilson hefur grennst mikið að undanförnu. Hún greindi frá því í desember að hún væri búin að frysta egg sín með það í huga að stofna fjölskyldu einn daginn. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert