Skilnaðarbarn á þrítugsaldri

Jennifer Gates er skilnaðarbarn á þrítugsaldri.
Jennifer Gates er skilnaðarbarn á þrítugsaldri. Skjáskot/Instagram

Jennifer Gates, elsta dóttir Bills og Melindu Gates hefur tjáð sig um skilnað foreldra sinna. Gates, sem er 25 ára, sagði að skilnaðurinn væri mikil áskorun fyrir alla fjölskylduna. Gates-hjónin tilkynntu í gær að þau hygðust skilja eftir 27 ára hjónaband. 

„Nú hafið þið flestöll heyrt af því að foreldrar mínir eru að skilja. Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Jennifer á instagram. 

Hún segist enn vera að læra hvernig hún geti unnið úr tilfinningum sínum sem og stutt við bakið á öðrum í fjölskyldunni. Hún sagðist ekki ætla að tjá sig meira um skilnaðinn að svo stöddu. 

Jennifer er elst systkina sinna en hún á tvö yngri systkini, Rory John og Phoebe. Rory er 21 árs en Phoebe 18 ára. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um skilnaðinn.

Bill og Melinda Gates eru að skilja.
Bill og Melinda Gates eru að skilja. AFP
mbl.is