Eignuðust dóttur í leyni

Lauren Morelli og Samira Wiley eignuðust dóttur í apríl.
Lauren Morelli og Samira Wiley eignuðust dóttur í apríl.

Leikkonan Samira Wiley og eiginkona hennar, handritshöfundurinn Lauren Morelli, eignuðust dóttur hinn 11. apríl síðastliðinn. Hjónin greindu frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag, mæðradag. 

Wiley og Morelli höfðu ekki greint frá því áður að þær ættu von á barni saman. Litla stúlkan hefur fengið nafnið George en Morelli gekk með hana. 

Wiley er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Handmaid's Tale og einnig Orange Is the New Black en Morelli var einn af handritshöfundum OINB. 

Wiley og Morelli gengu í það heilaga í Palm Springs í Kaliforníu árið 2017.

mbl.is