Gefur brjóst standandi á haus

Torah Bright gefur syni sínum brjóst í sólinni.
Torah Bright gefur syni sínum brjóst í sólinni. Skjáskot/Instagram

Ástralski ólympíufarinn Torah Bright birti mynd af sér að gefa syni sínum brjóst á mæðradaginn. Myndin hefur vakið töluverða athygli þar sem hún klæðist aðeins nærbuxum og stendur á haus á meðan hún nærir son sinn, hinn 10 mánaða gamla Angus Thompson. 

Eftir að Bright birti myndina varð hún fyrir mikilli gagnrýni sem hún hefur svarað. 

„Ég varð mjög leið þegar ég las allar athugasemdirnar við myndina. Í mínum heimi ættu mömmur að styðja við bakið á og hvetja aðrar mæður (þetta er nógu erfitt hlutverk). Við ættum að fagna fjölbreytileika okkar og finna gleðina í öllu því sem fylgir móðurhlutverkinu. Við sinnum því allar á mismunandi hátt. Ekkert er rangt eða rétt. Móðurhlutverkið er tært,“ sagði Bright. 

Þetta var ekki fyrsta myndin sem hún birtir af sér að gefa syni sínum brjóst á óhefðbundinn máta. Í apríl deildi hún mynd af sér að gefa honum brjóst á hjólabretti. 

View this post on Instagram

A post shared by Torah Bright (@torahbright)

mbl.is