Dóttir Sverris Bergmanns og Kristínar skírð

Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir létu skíra dóttur sína.
Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir létu skíra dóttur sína. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirsdóttir létu skíra dóttur sína 17. júní. Litla stúlkan sem fæddist í byrjun maí fékk nafnið Sunna Stella Bergmann. 

„Sunna Stella Bergmann var skírð í dag og fékk nafnið sitt,“ skrifaði Sverrir á Instagram í gærkvöldi. Þetta er annað barn þeirra Sverr­is og Krist­ín­ar en fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Ástu Berthu.

Barnavefur mbl.is óskar foreldrunum til hamingju með nafnið. 

mbl.is