Íslensk stúlka slær í gegn í Wimbledon-auglýsingu Oppo

Bo Guttormsdóttir – Frost við gerð Wimbledon-auglýsingarinnar.
Bo Guttormsdóttir – Frost við gerð Wimbledon-auglýsingarinnar.

Bo Guttormsdóttir – Frost er íslensk stúlka sem leikur í nýrri auglýsingu símafyrirtækisins Oppo um Wimbledon-keppnina. Bo er fædd á Marbella á Spáni árið 2008 og uppalin í Madrid þar sem hún bjó til átta ára aldurs. Faðir hennar, Guttormur Brynjólfsson, var með Naprapat-stofu í Madrid og vann með mörgu þekktu íþróttafólki þar í landi. 

Bo er ein af þremur systrum og spilaði tennis í Madrid frá þriggja ára aldri. Nú spilar hún körfubolta með Stjörnunni. 

„Wimbledon-keppnin er stór viðburður á Englandi. Að vera boltastúlka á keppnunum þykir eftirsóknavert og keppa börn víðs vegar um Bretland áður en þau eru valin. Bo var valin til að leika boltastelpuna á vellinum til að kynna keppnina og bakhjarl hennar – símafyrirtækið Oppo. Auglýsingin verður sýnd í Asíu og víðs vegar um heiminn,“ segir móðir hennar, Zoe Brynjólfsson. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert