Faðir á fimmtugsaldri og nýr heimur opnaðist

Joshua Jackson segir nýjan heim hafa opnast þegar hann varð …
Joshua Jackson segir nýjan heim hafa opnast þegar hann varð faðir. AFP

Að verða faðir hefur breytt lífsviðhorfi leikarans Joshua Jacksons. Jackson, sem er 43 ára, varð faðir í fyrsta sinn á síðasta ári þegar honum og eiginkonu hans Jodie Turner-Smith fæddist dóttir. 

„Nýr heimur opnaðist fyrir mér þegar ég upplifði föðurhlutverkið, að finna þessa töfrandi, skemmtilegu, kaótísku, stressandi og kvíðavaldandi ást sem maður vissi ekki að maður gæti fundið. Það bara stækkar heiminn á hverjum degi,“ sagði Jackson í viðtali við UsWeekly

Jackson segir allt í lífi leikarans hafa áhrif á það hvernig hann túlkar hvert hlutverk. Nú notar hann þessa nýfengnu upplifun sína í vinnunni. 

Jackson fer nú með hlutverk í þáttunum Dr. Death og segir hann að hann hefði ekki tekið hlutverkið nema það hafi komið á fullkomnum tíma. 

„Ég hefði ekki tekið þessu hlutverki hefði mér verið boðið það sex mánuðum fyrr. Þá var Jodie enn ólétt og ég vildi augljóslega vera til staðar. Þetta verkefni kom bara á hinum fullkomna tíma og passaði vel við mig, mér líður eins og ég hafi verið á sömu bylgjulengd tilfinningalega séð,“ sagði Jackson. 

mbl.is