20 mánaða og gengur frá í eldhúsinu

Krúttlegt myndband af litlu barni hefur vakið mikla athygli.
Krúttlegt myndband af litlu barni hefur vakið mikla athygli. Ljósmynd/Fernanda Greppe

Myleene Klass er bresk þriggja barna móðir. Á dögunum setti hún myndband á samfélagsmiðilinn Twitter sem hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu sést yngsta barn hennar Apollo, sem er aðeins 20 mánaða, opna uppþvottavél í eldhúsinu og ganga samviskusamlega frá leirtauinu. 

Litli guttinn tekur sig vel út við heimilisstörfin og er eldri mönnum til fyrirmyndar.

Eins og vera ber eru skiptar skoðanir um gjörning barnsins. Sumir telja að hér sé ekki um gjörning að ræða heldur vísvitandi barnaþrælkun. Aðrir netverjar eru ósáttir við móðurina og telja hana beita röngum uppeldisaðferðum. En líklega telja flestir þetta aðeins saklausan leik móður og barns.

Daily Mail

mbl.is