Berglind Icey og Örn eignuðust stúlku

Örn Valdimar Kjartansson og Berglind Icey eignuðust stúlku 31. ágúst.
Örn Valdimar Kjartansson og Berglind Icey eignuðust stúlku 31. ágúst.

Fyrirsætan og framleiðandinn Berglind Icey og kærasti hennar Örn Valdimar Kjartanson fjárfestir eignuðust stúlku hinn 31. ágúst síðastliðinn. 

„Litla stelpan okkar kom loksins í heiminn 31. ágúst. Móður og barni heilsast vel og við gætum ekki verið ástfangnari af litlu stelpunni okkar, við geislum úr hamingju,“ skrifaði Berglind við myndir af dóttur sinni á Instagram. 

Litla stúlkan er þeirra fyrsta barn saman og sagði Berglind í viðtali við mbl.is fyrr á þessu ári að hún væri endalaus þakklát fyrir þetta litla kraftaverk. Hún fór í 9 tæknifrjógvanir áður en getnaður tókst loksins. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is