Dreymdi um að verða móðir

Sarah Harding lést 5. september.
Sarah Harding lést 5. september. AFP

Girls Aloud-söngkonan Sarah Harding lést 5. september eftir erfiða baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 39 ára að aldri. Fyrrverandi kærasti hennar, raunveruleikastjarnan Chad Johnson, segir að Harding hafi dreymt um að verða móðir en ekki fengið tækifæri til þess. 

Harding og Johnson kynntust í raunveruleikaþættinum Celebrity Big Brother árið 2017. „Söruh langaði að verða móðir en fékk aldrei tækifæri til þess,“ sagði Johnson í viðtali við The Sun eftir lát hennar.

Hann er þess fullviss að Harding hefði verið frábær móðir. Henni var annt um fólkið sem hún elskaði, nánast eins og móðir. Hann sagði hana einnig hafa elskað börn. „Hún hefði verið með börnin sín á heilanum á eins góðan hátt og hægt er. Það var bara í eðli hennar.“ 

Johnson er bandarískur en Harding var bresk og hafði það áhrif á það að þau hættu saman eftir þátttökuna í raunveruleikaþættinum. Fjarlægðin gerði þeim erfitt fyrir.

Tónlistarkonan Sarah Harding.
Tónlistarkonan Sarah Harding. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert