Mætt aftur á tískupallinn eftir barnsburð

Emily Ratajkowski eignaðist barn í mars og er nú mætt …
Emily Ratajkowski eignaðist barn í mars og er nú mætt aftur á tískupallinn. AFP

Fyrirsætan Emily Ratajkowski mætti aftur á tískupallinn á dögunum þegar hún gekk tískupallinn í nærfötum úr nýrri nærfatalínu tónlistarkonunnar Rihönnu. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan Ratajkowski eignaðist sitt fyrsta barn. 

Tískusýningin fyrir merki Rihönnu, Savage x Fenty, verður þó ekki sýnd fyrr en í lok september á streymisveitu Amazon að því fram kemur á vef Page Six. Á myndum sem hafa lekið út var hin nýbakaða móðir glæsileg í efnislitlum bleikum undirfatnaði. 

Ratajkowski eignaðist soninn Sylvester Apollo Bear í byrjun mars. Hún á hinn sex mánaða gamla son með eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum Sebastian Bear McClard, en þau gengu í hjónaband árið 2018. 

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

mbl.is